Skilmálar


REIKNINGSVIÐSKIPTI

Verð miðast við staðgreiðslu sem miðast við millifærslu eða kröfu í heimabanka, sé samið um reikningsviðskipti er gefinn út reikningur í heimabanka viðkomandi fyrirtækis eða einstaklings með eindaga 10 dögum eftir útgáfu reiknings nema samið sé um annað. Reiknast dráttarvextir á reikninga sem greiddir eru eftir eindaga í samræmi við lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Við vanskil reikninga reiknast dráttarvextir frá eindaga til greiðsludags. Sé óskað eftir greiðslufest skal senda fyrirspurn á bokhald@radiotaekni.is

VERÐ

Öll verð á síðunni eru uppgefin í íslenskum krónum nema annað sé tekið fram og innihalda virðisaukaskatt eftir því sem við á eða annað sé tekið fram. Verð á netinu geta breyst án fyrirvara. Verð miðast við staðgreiðslu.

SKILA – OG ENDURGREIÐSLURÉTTUR

Enginn skila- né endurgreiðsluréttur er á vörum né þjónustu. En komi upp galli á vörunum er viðskiptavinum bent á að hafa samband við support@radiotaekni.is og við leysum úr þeim málum eftir bestu getu.

TRÚNAÐUR

Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

LÖG OG VARNARÞING

Radíótækni er skráð á Íslandi og sé uppi ágreiningur um skilmála þessa skal reka mál þess tengdu fyrir íslenskum dómstólum.