PoC / DMR


PoC / DMR Hybrid stöðvar eru sambyggðar UHF DMR (Tier 1 eða Tier 2) og LTE talstöðvar. Þær bjóða uppá þann möguleika á að nota LTE fjarskiptakerfið til að ná landsdekkandi notkunarsvæði en á sama tíma bjóða þær uppá DMR milli stöðva eða í gegnum DMR Tier 2 endurvarpa ef upp koma þær aðstæður að LTE fjarskiptakerfið dettur út, svo sem vegna óveðurs, rafmagnsleysis, slit á ljósleiðara eða annara orsaka. Einnig er hægt að nota DMR beint milli stöðva þegar LTE samband er lélegt svo sem þegar unnið er í byggingum þar sem ekki er gott símasamband.

Annar kostur við sambyggt PoC / DMR kerfi er að hægt er að samþætta kerfin við hefðbundin PoC smáforrit á snjallsíma, því þurfa ekki allir notendur að fjárfesta í sér búnaði til að komast í samskipti við kerfið heldur er t.d. hægt að nota vinnusíma, spjaldtölvur, og fleiri snjalltæki til að tengjast inn á kerfið.

Það kerfi sem við höfum mest notað er frá Zello, og er kosturinn við það að viðskiptavinurinn getur auðveldlega haft fulla stjórn á kerfinu og áskriftum, bæði er boðið upp á skýjalausn sem hýst er hjá Zello, en einnig er boðið uppá hýsingu á Íslandi, hvort sem það er hjá okkur eða hjá viðskiptavini.