Örbylgjusambönd


Örbylgjusambönd geta verið ódýr og áreiðanleg leið til að dreifa neti milli húsa í þyrpingu, t.d. þegar koma þarf netsambandi fyrir t.d. eftirlitsmyndavélar eða WiFi í útihús svo sem fjárhús, gistiheimili eða gestahús.
Við bjóðum uppá búnað frá þekktum framleiðendum svo sem Ubiquiti, Mikrotik, Mimosa og Cambium Networks. Við getum einnig leiðbeint og ráðlagt varðandi aðrar netlausnir, svo sem yfir 4G eða ljósleiðara.

Einnig getum við aðstoðað við val, leyfisumsóknir og uppsetningu á GSM endurvörpum fyrir hús þar sem afar lélegt GSM merki er til staðar.

Ubiquiti örbylgjusamband sett upp fyrir sveitabæ